top of page
Travel Tunes Iceland
Vorið 2016 byrjuðu þau Valgerður og Þórður ásamt Sylvíu, dóttur sinni, að taka á móti hópum innlendra sem erlendra ferðamanna og kynna þeim úrval íslenskra þjóðlaga. Þau hafa tekið á móti fjölda hópa og undantekningarlaust eru gestir hugfangnir af tónlistinni og sögunum sem tengjast henni. Fjölskyldan tekur glöð á móti hópum á efri hæð Smiðjuloftsins þar sem útsýni er yfir á Snæfellsnesið og notaleg stemmning. Einnig er möguleiki á að hitta hópa annars staðar á Akranesi t.d. á Byggðasafninu í Görðum, Akranesvita eða nokkurn veginn hvar sem er.
Hafa samband:
bottom of page