Hér núna
Hér núna er nýtt fyrirtæki á Akranesi í eigu Steinunnar Evu Þórðardóttur. Steinunn er reyndur sálfræðikennari og lýðheilsufræðingur sem sérhæfir sig í jákvæðri sálfræði.
Markmið Hér núna er að bæta samfélagið með því að hjálpa fólki til sjálfsþroska og betri geðheilsu.
Steinunn tekur vel á móti hópum og býður upp á námskeið, fyrirlestra, umsjón starfsdaga, markþjálfunarviðtöl og ráðgjöf. Áhersla er lögð á styrkleika sem kenna okkur að þekkja okkur sjálf, núvitund sem snýst um að vera við sjálf og sjálfsvinsemd sem þjálfar fólk í að kunna vel við sig sjálft eins og það raunverulega er. Allt þetta hjálpar fólki að blómstra í lífi og starfi.
Starfsdagar
Hér núna getur bæði séð um starfsdaga í samráði við vinnustaði eða komið inn á starfsdaga hluta úr degi með fyrirlestur eða stutt námskeið.
Styrkleikar
Stutt námskeið sem veitir þátttakendum innsýn í eigin styrkleika og gildi og eykur líkur á að fólk blómstri í starfi og einkalífi.
Hópefli
Finndu eigin persónustyrkleika og hjálpaðu öðrum í
hópnum að finna sína styrkleika.
Fyrirlestrar
Góð og slæm áhrif streitu, sjálfsvinsemd, góðvild, leikur, flæði og sköpun, núvitund, tilfinningar og samskipti á vinnustað.