top of page
stúdíó jóka logo.png

- Studio Jóka hýsir opnar vinnustofur þar sem þrjár handverks- og myndlistakonur vinna að sínu handverki, hönnun og list ásamt því að bjóða upp á sérstaka þjónustu í sínu fagi.

Studio Jóka er staðsett á Skagabraut 17, Akranesi og þar er vel tekið á móti einstaklingum og hópum.

Bryndís Siemsen

Bryndís er menntaður mynd-menntakennari og útskrifaðist frá grafíkdeild Mynd- og handíðaskóla Íslands. Hún hefur sótt og haldið ýmis námskeið tengd myndlist. Á vinnustofunni vinnur Bryndís aðallega verk með grafískum aðferðum. Einnig gerir hún teiknaðar og vatns-litaðar myndir ásamt að mála með akrýl. Gerir hún auk þess kort og tækifæris/gesta-bækur. Hægt er að panta bækur eftir eigin hugmyndum.

Netfang: 

bryndis.siemsen@gmail.com

Heimasíða: facebook.com/bryndis siemsen/

Sími: 848-6128

Eygló Gunnarsdóttir

Eygló er menntaður textílkennari frá KHÍ og starfar við það, auk þess að hafa sótt fjölda námskeiða tengd handverki.  Á vinnustofunni vinnur og selur Eygló vöru sína undir merkinu gló-Ey.  Eygló vinnur með ýmis konar hráefni s.s. roð, skinn, leður, ull, plast, hör og silki.  Aðferðirnar eru fjölbreyttar þ.e. þæfing, vélsaumur, prjón og hekl.

Netfang: gloey.honnun@gmail.com

Heimasíða:

facebook.com/glo-Ey.akranes/

Sími: 894-6155

Ingigerður Guðmundsdóttir

Inga hefur unnið að margs konar sköpun frá unga aldri. Hún útskrifaðist af listnámsbraut keramikhönnun frá Tækniskólanum-skóla atvinnulífsins 2009 og hefur einnig sótt fjölda námskeiða hjá ýmsum listamönnum í Myndlistaskóla Reykjavíkur og Kópavogi í leir og myndlist. Inga vinnur aðallega í leir en málar einnig myndir í olíu.

Netfang:

inga60@internet.is 

Heimasíða:

Facebook.com/ingigerður guðmundsdottir.akranes

Sími: 867-1208

bottom of page